Gefðu mörg hundruð ævintýralega valmöguleika innanlands með einu gjafabréfi
Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu er ávísun á ævintýri sem má nýta hjá hundruðum ferðaþjónustufyrirtækja um land allt.
Gjafabréfið, sem er hugarfóstur Icelandair Group, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna, er lyftistöng fyrir íslenska ferðaþjónustu á tímum þar sem samstaða og samvinna skiptir öllu máli.
Eigandi gjafabréfsins getur valið um ótal áfangastaði og úrval afþreyingar á meðan íslensk ferðaþjónusta er styrkt og efld.